Vinicius bestur hjá FIFA

Vinicius Junior er besti leikmaður heims að mati FIFA.
Vinicius Junior er besti leikmaður heims að mati FIFA. AFP/Marco Bertorello

Brasilíumaðurinn Vinicius Junior, ein af aðalstjörnum Real Madrid, var valinn besti knattspyrnumaður í heimi af FIFA. 

Þetta var tilkynnt á verðlaunaafhendingu FIFA í Doha í Katar í dag. 

Vinicius hafnaði í öðru sæti í Gullboltanum á eftir spænska miðjumanninum Rodri, sem hafnaði í öðru sæti hjá FIFA. 

Vinicius Junior var í lykilhlutverki hjá liði Real Madrid sem varð bæði spænskur- og Evrópumeistari í vor. 

Carlo Ancelotti, stjóri karlaliðs Real Madrid, var þá valinn þjálfari ársins. 

Fimm úr liði Evrópumeistaranna

Fimm leikmenn úr Real Madrid eru í liði ársins. Þetta eru þeir Dani Carvajal, Antonio Rüdiger, Toni Kroos, Jude Bellingham og Vinicius Junior. 

Liðið í heild sinni: (4-3-3)

Mark: Emiliano Martínez hjá Aston Villa
Vörn: Dani Carvajal hjá Real Madrid, Antonio Rüdiger hjá Real Madrid, Rúben Dias hjá Man. City, William Saliba hjá Arsenal
Miðja: Jude Bellingham hjá Real Madrid, Rodri hjá Man. City, Toni Kroos hjá Real Madrid
Sókn: Lamine Yamal hjá Barcelona, Erling Haaland hjá Man. City, Vinicius Junior hjá Real Madrid

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert