Belgíska knattspyrnufélagið Kortrijk hefur þegar fundið arftaka Freys Alexanderssonar, sem félagið vék frá störfum sem knattspyrnustjóra í gær.
Belgíski miðillinn Het Latste Nieuws greinir frá því að Yves Vanderhaeghe muni taka við stjórnartaumunum og stýra liðinu út yfirstandandi tímabil.
Takist Kortrijk að halda sæti sínu í A-deildinni í Belgíu er ákvæði í samningi Vanderhaeghe um að framlengja hann.
Vanderhaeghe tekur nú við liðinu í þriðja sinn á ferlinum en hann hafði áður stýrt því frá 2018 til 2021 og einnig tímabilið 2014-15.