Barcelona fór létt með Manchester City

Barcelona fagnar marki Alexia Putellas.
Barcelona fagnar marki Alexia Putellas. AFP/Josep Lago

Evrópumeistarar Barcelona kræktu í toppsæti D-riðilsins í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna eftir sigur á Manchester City, 3:0, í Barcelona í kvöld. 

Börsungar enda með 15 stig í toppsæti riðilsins, jafnmörg og Manchester City, en betri markatölu og innbyrðisviðureignir. 

Claudia Pina, Aitana Bonmatí og Alexia Putellas skoruðu mörk Barcelona. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert