Maestro, knattspyrnumaður frá Angóla og miðjumaður Adana Demirspor í Tyrklandi, fékk þau skelfilegu tíðindi að bróðir hans hafi fallið frá í hálfleik í leik liðsins gegn Besiktas á mánudag.
Maestro var í byrjunarliðinu í leiknum og þrátt fyrir fréttirnar ákvað hann að klára leikinn, sem Adana Demirspor vann 2:1. Var það fyrsti sigur liðsins í efstu deild Tyrklands á tímabilinu og bráðnauðsynlegur í fallbaráttunni.
Stuðningsmenn Adana Demirspor voru hreyknir af Maestro og fögnuðu honum vel og innilega eftir leikinn ásamt liðsfélögum.
Adana Demirspor's Maestro received the news of his brother's death at half-time against Besiktas, but decided to continue playing.
— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) December 17, 2024
He helped the team achieve their first win of the league season and he was then comforted by his teammates and fans. 💙pic.twitter.com/0G0m9ndvVg
„Við fengum fréttirnar í hálfleik og tilkynntum honum þær. „Ef þér líður illa get ég skipt þér af velli ef þú vilt. Það skiptir engu máli. Tilfinningar þínar eru mikilvægari en leikurinn.“ En hann sýndi stórmerkilegan karakter.
Kannski voru viðbrögð leikmanna minna í síðari hálfleik að hluta til vegna hans. Þess vegna tileinkum sigurinn og þessari baráttu leikmanna minna Maestro. Við erum mjög ánægðir með hana,“ sagði Mustafa Dalci, knattspyrnustjóri Adana Demirspor, við fréttamenn eftir leik.