Freyr tjáir sig eftir brottreksturinn

Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson. Ljósmynd/Kortrijk

Knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sendi frá sér stutta yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum Instagram í dag.

Freyr, sem er 42 ára gamall, var rekinn sem belgíska A-deildarfélagsins Kortrijk í gær en liðið situr sem stendur í 14. og þriðja neðsta sæti deildarinnar með 17 stig eftir 18 umferðir.

Íslenski þjálfarinn tók við Kortrijk í janúar á þessu ári og bjargaði liðinu frá falli á ævintýralegan hátt á síðustu leiktíð.

Takk fyrir stuðninginn

„Takk fyrir skilaboðin, stuðninginn og ástina. Ég kann virkilega að meta það,“ skrifaði Freyr við færslu sem hann birti á Instagram.

„Ekki hafa áhyggjur af mér. Ég vissi hvað ég var að koma mér út í. Þetta hefur verið frábært ferðalag.

Bæði hæðirnar og lægðirnar,“ bætti Freyr við en hann er enn þeirra sem hefur verið sterklega orðaður við þjálfarastöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert