Glódís skoraði sjálfsmark gegn Arsenal

Glódís Perla Viggósdóttir með boltann í kvöld.
Glódís Perla Viggósdóttir með boltann í kvöld. AFP/Adrian Dennis

Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, sem er einnig fyrirliði Bayern München, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í tapi Bayern fyrir Arsenal, 3:2, í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í Lundúnum í kvöld. 

 Arsenal komst upp fyrir Bayern með sigrinum og í toppsæti C-riðilsins með 15 stig en Bayern fylgir í öðru sæti með 13 stig. 

Arsenal komst yfir með sjálfsmark Glódísar en tvö mörk frá þeirri sænsku Magdalenu Eiriksson kom Bayern í forystuna, 2:1. 

Alessia Russo jafnaði metin fyrir Arsenal og Mariona Caldentey skoraði sigurmarkið úr víti á 86. mínútu, 3:2. 

Sædís Rán Heiðarsdóttir lék þá allan leikinn í tapi Vålerenga fyrir Juventus, 3:0, á Ítalíu. Bæði lið eru úr leik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert