Wilfried Singo, varnarmaður Mónakó, hefur formlega beðið Gianluigi Donnarumma, markvörður París SG, afsökunar eftir atvik í leik liðanna í gærkvöld.
Þeir lentu þá saman á þann hátt að Songo fór með fótinn beint í andlit markvarðarins sem lá óvígur eftir og er illa meiddur í andliti.
„Þetta var að sjálfsögðu ekki af ásettu ráði en ég sá strax að um alvarleg meiðsli í andlitinu var að ræða," skrifaði Singo á Instagram og bætti við: „Ég óska þér góðs bata."
Singo slapp með gult spjald fyrir atvikið þar sem dómarinn taldi að ekki hefði verið um ásetning að ræða heldur slys.
Singo hefur fengið slæma útreið á samfélagsmiðlum eftir atvikið þar sem hann hefur m.a. orðið fyrir kynþáttaníði. Mónakó sendi frá sér tilkynningu á samfélagsmiðlinum X þar sem slík ummæli voru fordæmd.