Marokkóski knattspyrnumaðurinn Hakim Ziyech hefur að öllum líkindum spilað sinn síðast leik fyrir tyrkneska félagið Galatasaray.
Sóknarmaðurinn, sem er 31 árs gamall, gekk til liðs við félagið frá Chelsea síðasta sumar og skrifaði undir eins árs samning í Tyrklandi.
Hann mun að öllum líkindum yfirgefa félagið þegar janúarglugginn verður opnaður en hann hefur lagt upp eitt mark í fimm leikjum í tyrknesku deildinni á tímabilinu.
„Tími minn hjá Galatasaray er liðinn,“ sagði Ziyech í samtali við tyrkneska fjölmiðlamanninn Haluk Yurekli.
„Ég hef engan áhuga á því að spila hérna lengur. Ég ætla að yfirgefa félagið í janúar. Ég hef aldrei spilað fyrir jafn lélegan þjálfara.
Ég er kominn á þann stað að mér er alveg sama um það sem ég segi. Ég sé mikið eftir því að hafa komið hingað,“ bætti Ziyech við en hinn 51 árs gamli Okan Buruk stýrir liðinu í dag.