Íslendingarnir ekki valdir í nýliðavalinu vestanhafs

Úlfur Ágúst Björnsson fagnar marki í leik með FH.
Úlfur Ágúst Björnsson fagnar marki í leik með FH. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Úlfur Ágúst Björnsson og Sigurður Arnar Magnússon voru ekki valdir í nýliðavali bandarísku MLS-deildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Úlfur Ágúst, sóknarmaður FH sem leikur með Duke-háskólanum, þótti líklegur til að vera valinn en hlaut ekki náð fyrir augum félaganna í MLS-deildinni.

Alls voru 90 leikmenn valdir í þremur umferðum.

Sigurður Arnar Magnússon, varnarmaður ÍBV sem leikur með Ohio State-háskólanum, var einnig í nýliðavalinu en líkt og Úlfur Ágúst valdi ekkert félag hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert