Klopp nýtur lífsins í langþráðu jólafríi

Jürgen Klopp skellti sér til Austurríkis á skíði.
Jürgen Klopp skellti sér til Austurríkis á skíði. Ljósmynd/@Kloppo

Knattspyrnustjórinn fyrrverandi Jürgen Klopp nýtur lífsins þessa dagana í austurrísku Ölpunum.

Klopp, sem er 57 ára gamall, lét af störfum sem stjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool í sumar en hann tók við liðinu í október árið 2015 eftir að Brendan Rodgers var rekinn.

Árið í ár er því fyrsta árið hans síðan 2014 þar sem hann fær langþráð jólafrí enda mikið að gerast í ensku úrvalsdeildinni yfir jólahátíðina og lítið frí í boði fyrir stjórana í deildinni.

Þjóðverjinn skellti sér á skíði í austurrísku Ölpunum á dögunum og birti mynd af því á samfélagsmiðlum.

Klopp er mikill skíðaunnandi en hann skellti sér í þyrluskíðun á Íslandi árið 2017 og gisti á Deplum í Fljótunum í Skagafirði.

View this post on Instagram

A post shared by Jürgen Klopp (@kloppo)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert