Lélegasta frammistaða tveggja markvarða frá upphafi?

Altay Bayindir átti erfitt uppdráttar í marki Manchester United í …
Altay Bayindir átti erfitt uppdráttar í marki Manchester United í gærkvöldi. AFP/Ben Stansall

Jamie Carragher, fyrrverandi knattspyrnumaður og núverandi sparkspekingur hjá Sky Sports, sparaði ekki stóru orðin um Fraser Forster og Altay Bayindir, markverði Tottenham Hotspur og Manchester United, eftir leik liðanna í gærkvöldi.

Liðin mættust í Lundúnum í átta liða úrslitum enska deildabikarsins og vann Tottenham leikinn 4:3.

„Höfum við nokkurn tímann séð verri frammistöðu hjá tveimur markvörðum í sama leik?“ spurði Carragher á Sky Sports eftir leikinn.

Forster og Bayindir báru ábyrgð á tveimur mörkum hvor sem lið þeirra fengu á sig. Undarleg markvarsla Forster þegar hann fékk skot beint á sig og sparkaði boltanum burt í stað þess að grípa hann vakti einnig athygli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert