Atlético í toppsætið eftir dramatískt sigurmark

Rodrigo De Paul að fagna jöfnunarmarki Atlético í kvöld.
Rodrigo De Paul að fagna jöfnunarmarki Atlético í kvöld. AFP/Josep Lago

 Atlético Madrid stal sigrinum á lokamínútu leiksins gegn Barcelona í toppslagnum í 1. deild karla í knattspyrnu á Spáni í Barcelona í kvöld en leikurinn endaði 2:1.

Atlético er með 41 stig á toppi deildarinnar og á leik til góðs á Barcelona sem er með 38 stig í öðru sæti.

Pedri kom Barcelona yfir með glæsilegu marki þegar hálftími var liðinn af leiknum eftir stoðsendingu frá Gavi. Pedri fór framhjá þremur leikmönnum og gaf boltann á Gavi sem sendi hann til baka með hælnum í fyrstu snertingu og Pedri setti boltann í netið.

Barcelona var 1:0 yfir í hálfleik en Rodrigo De Paul jafnaði metin þegar klukkustund var liðin af leiknum með frábæru skoti fyrir utan D-bogann eftir misheppnaða hreinsun.

Á lokamínútu uppbótartímans skoraði Alexander Sörloth sigurmark Atlético.

Fyrirgjöf Nahuel Molina fór framhjá tveimur varnarmönnum Barcelona og endaði hjá Sörloth sem setti boltann í markið og leikurinn endaði 2:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka