Dortmund hélt út manni færri

Leikmenn Borussia Dortmund að fagna í leikslok.
Leikmenn Borussia Dortmund að fagna í leikslok. AFP/Ronny Hartmann

Dortmund vann sterkan sigur gegn Wolfsburg, 3:1, í 1. deild karla í knattspyrnu í Þýskalandi í dag. 

Dortmund hefur gert þrjú 1:1-jafntefli í röð og í öllum leikjunum verið fyrra liðið til þess að skora en fengið jöfnunarmark á sig. Fyrst gegn toppliði Bayern München, svo gegn Borussia Mönchengladbach og síðast gegn Hoffenheim.

Dortmund var 3:0 yfir í hálfleik en Donyell Malen, Maximilian Beier og Julian Bandt skoruðu mörkin.

Denis Vavro minkaði muninn í 3:1 með skallamarki á 58. mínútu og á 62. mínútu fékk Pascal Gross beint rautt spjald. Wolfsburg-menn náðu ekki að skora fleiri mörk og leikurinn endaði 3:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert