Venezia vann öflugan sigur gegn Cagliari, 2:1, í botnbaráttunni í ítölsku A-deild karla í knattspyrnu í Venice í dag.
Mikael Egill Ellertsson er fastamaður í byrjunarliði Venezia og spilaði allan leikinn í dag og Bjarki Steinn Bjarkason kom einnig til sögu sem varamaður undir lokin í þessum mikilvæga sigri fyrir liðið sem er í harðri fallbaráttu.
Venezia er með 13 stig í 19. og næstsíðasta sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti og einu stigi á eftir Cagliari sem er í 18. sæti.