Eftirmaður Amorims entist ekki lengi

Það var stutt gaman hjá João Pereira.
Það var stutt gaman hjá João Pereira. AFP/Miguel Riopa

Portúgalska félagið Sporting hefur vikið João Pereira úr starfi sem knattspyrnustjóri karlaliðs félagsins.

Pereira entist aðeins í átta leiki í starfi en hann tók við liðinu þegar Rúben Amorim skipti yfir til Manchester United.

Liðið tapaði fjórum leikjum af fyrstu fimm undir stjórn Pereira og jafntefli við Gil Vicente um helgina reyndist síðasti leikur hans á hliðarlínunni. 

Þrátt fyrir slakt gengi undir stjórn Pereira er Sporting enn í toppsæti efstu deildar Portúgals.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert