Ráku gamla hetju

Rubén Baraja fékk reisupassann.
Rubén Baraja fékk reisupassann. Ljósmynd/Valencia

Spænska knattspyrnufélagið Valencia hefur rekið Rubén Baraja sem stjóra karlaliðsins.

Liðið hefur verið í basli undanfarnar vikur og mánuði og er Valencia í 19. og næstneðsta sæti spænsku 1. deildarinnar með 12 stig eftir 17 leiki.

Valencia, sem er stórt félag á Spáni, hefur aðeins unnið einn leik af síðustu sex og leikið fjóra leiki í röð án sigurs.

Baraja lék 263 deildarleiki með Valencia á árunum 2000-2010 og þá lék hann einnig 43 landsleiki fyrir Spán á sama tíma. Varð hann í tvígang spænskur meistari sem leikmaður með Valencia.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert