Ítalska félagið Monza hefur rekið fyrrverandi landsliðsmanninn Alessandro Nesta sem knattspyrnustjóra en Nesta tók við liðinu fyrir tímabilið.
Monza tapaði fyrir Juventus, 2:1, í ítölsku A-deildinni í gær en leikurinn var sá níundi í röð þar sem Monza mistókst að sigra.
Fyrir vikið er liðið í botnsæti deildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti, og með aðeins einn sigur í deildinni á öllu tímabilinu.
Nesta lék lengi með Lazio og AC Milan á afar farsælum leikmannaferli.