Brasilíumaðurinn Oscar er genginn til liðs við Sao Paulo á nýjan leik eftir átta ár í Kína.
Oscar hóf ferilinn hjá Sao Paulo árið 2008 en gekk síðan í raðir Internacional árið 2010. Þar var hann í tvö ár áður en Chelsea keypti hann.
Hjá Chelsea lék Oscar 203 leiki og skoraði 38 mörk á þremur og hálfu ári. Þá vann hann ensku úrvalsdeildina og Evrópudeildina.
Oscar gekk síðan í raðir Shanghai Port undir lok 2016 en hann hefur verið þar síðustu átta ár.