Spánverjinn Carlos Coreberan hefur ákveðið að hætta með ensku B-deildarliðinu West Brom til að taka við Valencia í heimalandinu.
Valencia borgaði Coreberan úr samningi sínum við West Brom og skrifar hann undir samning til ársins 2027.
Corberan tók við West Brown í október 2023 og kom liðinu í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. Þar tapaði liðið í undanúrslitunum fyrir Southampton, sem fór síðan upp.
Hann hefur einnig stýrt Huddersfield og var aðstoðarmaður Marcelo Bielsa hjá Leeds.