Andri á skotskónum í Belgíu

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði.
Andri Lucas Guðjohnsen skoraði. Ljósmynd/Alex Nicodim

Gent mátti þola tap gegn Royale Union, 3:1, á heimavelli sínum í A-deild belgíska fótboltans í kvöld.

Andri Lucas Guðjohnsen lék seinni hálfleikinn með Gent og hann skoraði mark liðsins á 60. mínútu er hann minnkaði muninn í 3:1.

Gent er í sjötta sæti deildarinnar með 30 stig eftir 20 leiki, tólf stigum á eftir toppliði Genk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert