Enska knattspyrnufélagið Stoke City hefur vikið knattspyrnustjóranum Narcis Pelach úr starfi eftir aðeins þriggja mánaða starf.
Pelach er annar stjórinn sem Stoke rekur á tímabilinu en hann tók við af Steven Schumacher sem var látinn taka pokann sinn í september.
Stoke tapaði í gær fyrir Leeds United í ensku B-deildinni, 0:2, og er í 19. sæti af 24 liðum með 22 stig, aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsæti.