Íslensk landsliðskona til Leipzig

Em­il­ía Kiær Ásgeirs­dótt­ir.
Em­il­ía Kiær Ásgeirs­dótt­ir. Ljósmynd/ RB Leipzig

 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur skrifað undir samning við RB Leipzig sem leikur í efstu deild Þýskalands.

Emilía skrifaði undir samning til 30. júní 2028 og kemur til liðsins frá Nord­sjæl­land í Danmörku. Hún var markahæsti leikmaður dönsku úr­vals­deild­arinnar á síðasta tímabili, varð bæði danskur meistari og bikarmeistari með Nordsjælland, og á að baki fjóra landsleiki.

Hún er 19 ára gamall sóknarmaður og hefur skorað sjö mörk og lagt eitt upp í 14 leikjum í dönsku deildinni á þessu tímabili og skorað tvö mörk í tveimur bikarleikjum. Alls hefur Emilía skorað 25 mörk í 73 leikjum með Nordsjælland í úrvalsdeildinni.

Leipzig er í sjötta sæti af tólf liðum í þýsku 1. deildinni. Í deildinni leika einnig þrír samherjar Emilíu í íslenska landsliðinu, þær Glódís Perla Viggósdóttir með meisturum Bayern München, Sveindís Jane Jónsdóttir með bikarmeisturum Wolfsburg og  Karólína Lea Vilhjálmsdóttir með Leverkusen. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert