Jóhann Berg með tæpan milljarð á ári

Jóhann Berg fær um tæpan milljarð króna í árslaun hjá …
Jóhann Berg fær um tæpan milljarð króna í árslaun hjá Al-Orobah. mbl.is/Karítas Sveina

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, spilar með Al-Orobah í Sádi-Arabíu og fær tæpan milljarð á ári í laun.

Hann er langlaunahæsti íslenski landsliðsmaðurinn samkvæmt Viðskiptablaðinu  og peningarnir eru skattfrjálsir í Sádi-Arabíu. 

Jóhann Berg er uppalinn hjá Breiðabliki en kom til Al-Orobah frá Burnley í ágúst. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp tvö í sádi-arabísku deildinni í ellefu leikjum.

Fimm launahæstu íslensku atvinnumenn í fótbolta 2024

1. Jóhann Berg Guðmundsson, Al-Orobah - um 950 milljón kr.
2. Orri Steinn Óskarsson, Real Sociedad - um 440 milljón kr.
3. Hákon Arnar Haraldsson, Lille - um 350 milljón kr.
4. Albert Guðmundsson, Genoa (Fiorentina á láni) - 350 milljón kr.
5. Hákon Rafn Valdimarsson, Brentford - um 300 milljón kr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka