Albert spilaði gegn Juventus

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Ljósmynd/Fiorentina

Albert Guðmundsson var í byrjunarliðinu þegar að Fiorentina gerði jafntefli við Juventus, 2:2, í ítölsku A-deildinni í fótbolta í Torino í kvöld. 

Fiorentina er í fimmta sæti deildarinnar með 32 stig, jafnmörg og Juventus sem er í sjötta. 

Albert spilaði fyrstu 58 mínúturnar en var síðan tekinn af velli. 

Khéphren Thuram skoraði bæði mörk Juventus en Moise Kean og Riccasrdo Sottil skoruðu mörk Fiorentina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert