Albert Guðmundsson var í byrjunarliðinu þegar að Fiorentina gerði jafntefli við Juventus, 2:2, í ítölsku A-deildinni í fótbolta í Torino í kvöld.
Fiorentina er í fimmta sæti deildarinnar með 32 stig, jafnmörg og Juventus sem er í sjötta.
Albert spilaði fyrstu 58 mínúturnar en var síðan tekinn af velli.
Khéphren Thuram skoraði bæði mörk Juventus en Moise Kean og Riccasrdo Sottil skoruðu mörk Fiorentina.