Fljótir að finna arftakann

Sérgio Conceicao er nýr knattspyrnustjóri AC Milan.
Sérgio Conceicao er nýr knattspyrnustjóri AC Milan. AFP/Miguel Riopa

AC Milan hefur ráðið Sérgio Conceicao sem nýjan knattspyrnustjóra karlaliðsins. Tekur hann við starfinu af landa sínum frá Portúgal, Paulo Fonseca, sem var látinn taka pokann sinn í gærkvöldi.

Conceicao var laus allra mála eftir að hafa látið af störfum hjá Porto í heimalandinu í sumar eftir sjö ára starf. Gengu viðræður því greiðlega fyrir sig.

Hann er fimmtugur og lék með Lazio, Parma og Inter Mílanó á leikmannaferlinum. Sonur Conceicao, Francisco, leikur á Ítalíu með erkifjendum AC Milan í Juventus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert