Ítalska knattspyrnufélagið Salernitana hefur vikið knattspyrnustjóranum Stefano Colantuono frá störfum eftir aðeins sjö leiki við stjórnvölinn.
Hvorki gengur né rekur hjá Salernitana, sem féll úr ítölsku A-deildinni á síðasta tímabili og er sem stendur í fallsæti í B-deildinni.
Colantuono, sem er 62 ára gamall, tók við stjórnartaumunum þann 11. nóvember síðastliðinn og tókst ekki að rétta gengi liðsins við á þeim sjö vikum sem hann fékk.