Rangers vann sannfærandi sigur á erkifjendum sínum í Celtic í stórveldaslag, 3:0, á heimavelli sínum í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Ianis Hagi kom Rangers yfir strax á 7. mínútu og þeir Robin Pröpper og Danilo bættu við mörkum í seinni hálfleik.
Celtic er búið að vera með mikla yfirburði í deildinni á leiktíðinni og er liðið í toppsætinu með 50 stig. Rangers er í öðru með 39 stig.
Sigurinn var kærkominn fyrir Rangers eftir átta leiki í röð gegn Celtic án sigurs. Celtic vann sjö þeirra leikja og einu sinni skildu liðin jöfn.