Barcelona skoraði fjögur

Robert Lewandowski skoraði tvö mörk.
Robert Lewandowski skoraði tvö mörk. AFP/Josep Lago

Barcelona átti ekki í vandræðum með að sigra Unión Deportiva Barbastro á útivelli í spænsku bikarkeppninni í fótbolta í kvöld.

Sigurinn kemur ekki á óvart því andstæðingar stórveldisins Barcelona eru í fjórðu efstu deild Spánar.

Eric García kom Barcelona á bragðið á 21. mínútu og tíu mínútum síðar skoraði Robert Lewandowski. Voru hálfleikstölur því 2:0.

Lewandowski bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Barcelona á 47. mínútu og Pablo Torre gerði fjórða markið á 56. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert