Orri og félagar í 16-liða úrslit

Orri Steinn og félagar eru komnir áfram í bikarnum.
Orri Steinn og félagar eru komnir áfram í bikarnum. AFP/Michal Cizek

Real Sociedad tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum spænska bikarsins í fótbolta með útisigri á Ponferradina úr C-deildinni í dag, 2:0.

Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliði Sociedad en lék aðeins fyrri hálfleikinn. Var staðan í leikhléi 0:0.

Mikel Oyarzabal og Brais Méndez skoruðu mörk Sociedad eftir hlé.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert