Ousmane Dembélé skoraði dramatískt sigurmark Parísar SG í 1:0-sigri á Mónakó í meistarabikar Frakklands í knattspyrnu í Katar í gærkvöldi.
Dembélé skoraði á annarri mínútu uppbótartíma, forðaði PSG þannig frá framlengingu og tryggði sætan sigur.
Er þetta þriðja tímabilið í röð sem PSG hrósar sigri í meistarabikar Frakklands. Liðið er á toppi frönsku 1. deildarinnar, sjö stigum fyrir ofan Marseille í öðru sæti.