Skoraði loksins í keppninni

Luka Modric verður fertugur í haust og leikur sitt þrettánda …
Luka Modric verður fertugur í haust og leikur sitt þrettánda tímabil með Real Madrid. AFP/Karim Jaafar

Luka Modric, hinn 39 ára gamli miðjumaður Real Madrid og einn besti knattspyrnumaður heims um árabil, skoraði langþráð mark í kvöld.

Hann gerði eitt marka  Real Madrid þegar liðið vann auðveldan útisigur á D-deildarliðinu Deportivo Minera, 5:0, í 32-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar.

Þar með náði Króatinn snjalli loksins að skora sitt fyrsta mark í þessari keppni en þetta var hans þrítugasti leikur í henni frá árinu 2012. Samtals hefur Modric leikið 562 mótsleiki fyrir Real Madrid og 895 leiki á ferlinum.

Arda Güler, Tyrkinn ungi, skoraði tvö markanna og þeir Federico Valverde og Eduardo Camavinga eitt hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert