Barcelona tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum spænsku meistarakeppninnar í fótbolta með sigri á Athletic Bilbao en leikið er í Sádi-Arabíu.
Hinn tvítugi Gavi kom Barcelona yfir á 17. mínútu og hann lagði upp annað markið á sautján ára Lamine Yamal á 52. mínútu og þar við sat.
Barcelona mætir annaðhvort Real Madríd eða Mallorca í úrslitum en þau mætast í hinum undanúrslitaleiknum annað kvöld.