Hringurinn þrengist - Högmo ekki með landsliðið

Per-Mathias Högmo er á leið til Molde.
Per-Mathias Högmo er á leið til Molde. AFP/Erling Aas

Ljóst er að Norðmaðurinn Per-Mathias Högmo verður ekki næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu.

Verdens Gang í Noregi segir að frágengið sé að Högmo verði næsti þjálfari Molde í Noregi en hann hefur ítrekað verið orðaður við landslið Íslands á undanförnum vikum.

Þá þýðir þetta jafnframt að Freyr Alexandersson tekur ekki við Molde en hann hefur verið orðaður við Molde, Brann og íslenska landsliðið að undanförnu.

Högmo, sem er 65 ára gamall, var einnig orðaður við sænsku félögin Djurgården og Häcken fyrir jól, en hann hefur áður stýrt þeim báðum og Häcken varð sænskur meistari árið 2022 undir hans stjórn. Þau hafa hins vegar bæði gengið frá sínum málum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert