Albert byrjaður að æfa

Albert Guðmundsson fagnar marki í leik með Fiorentina.
Albert Guðmundsson fagnar marki í leik með Fiorentina. Ljósmynd/Fiorentina

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur hafið æfingar að nýju með Fiorentina eftir að hafa ekki æft með liðsfélögum sínum undanfarna daga.

Albert átti að koma inn á sem varamaður eftir klukkutíma leik í 0-3-tapi Fiorentina fyrir Napoli í ítölsku A-deildinni á laugardag en fá þá fyrir meiðslum í ökkla og kom því ekki inn á.

La Gazzetta dello Sport greinir frá því að Albert hafi æft með eðlilegum hætti í dag og ætti því að vera klár í slaginn fyrir næsta leik í deildinni, útileik gegn Monza á mánudagskvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert