Bayern München vann góðan 1:0-sigur gegn Borussia Mönchengladbach í efstu deild þýska fótboltans í kvöld.
Enski markahrókurinn Harry Kane skoraði sigurmark Bæjara á 68. mínútu úr vítaspyrnu.
Bayern er á toppi deildarinnar með 39 stig, fjórum stigum á undan Bayer Leverkusen í öðru sæti. Mönchengladbach er í tíunda sæti með 24 stig.