Þórir byrjaði í ítölsku A-deildinni

Þórir Jóhann Helgason.
Þórir Jóhann Helgason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Leece í sigri liðsins á Empoli, 3:1, á útivelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag.

Þórir, sem hefur fengið vaxandi hlutverk á nýjan leik með Lecce, var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í deildinni á tímabilinu. 

Hann fór af velli á 52. mínútu í stöðunni 2:1 fyrir Lecce. Liðið er í 13. sæi deildarinnar með tuttugu stig og var sigurinn mjög mikilvægur í fallbaráttunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert