Inter Mílanó vann nauman sigur gegn Íslendingaliðinu Venezia, 1:0, í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í dag.
Inter situr í öðru sæti með 43 stig, einu stigi frá Napoli í toppsætinu en Inter á leik til góða. Venezia er í 19. sæti með 14 stig.
Matteo Darmian skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu. Mikael Egill Ellertsson spilaði allan leikinn fyrir Venezia en samherji hans Bjarki Steinn Bjarkason kom inn á 70. mínútu.