Ekkert gengur hjá Dortmund

Nicolai Remberg hjá Holstein Kiel fagnar eftir að liðið vann …
Nicolai Remberg hjá Holstein Kiel fagnar eftir að liðið vann frækinn sigur á Borussia Dortmund í kvöld. AFP/Axel Heimken

Borussia Dortmund tapaði illa fyrir Holstein Kiel, 4:2, á útivelli í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu karla í kvöld.

Dortmund hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum og siglir lygnan sjó í níunda sæti með 25 stig. Kiel vann aðeins sinn þriðja sigur á tímabilinu og er áfram í 17. og næstneðsta sæti, fallsæti, en nú með 11 stig.

Heimamenn byrjuðu af fítonskrafti og leiddu með þremur mörkum, 3:0, í hálfleik.

Í síðari hálfleik minnkuðu Gio Reyna og Jamie Gittens muninn fyrir Dortmund áður en Kiel tryggði sér sigurinn með fjórða markinu undir blálokin þrátt fyrir að vera einum manni færri eftir að Lewis Holtby fékk beint rautt spjald fjórum mínútum fyrir leikslok.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert