Sérgio Conceicao er enn ósigraður sem knattspyrnustjóri AC Milan eftir að liðið vann endurkomusigur á nýliðum Como, 2:1, í ítölsku A-deildinni í kvöld.
AC Milan vann á dögunum meistarabikar Ítalíu undir stjórn Conceicao eftir tvo sigurleiki og gerði svo jafntefli við Cagliari í deildinni í kvöld kom svo fyrsti sigurinn í deildinni.
Como komst yfir eftir klukkutíma leik þegar hinn 19 ára gamli Assane Diao varð yngsti markaskorari Como í A-deildinni frá upphafi.
Theo Hernandez jafnaði hins vegar metin fyrir AC Milan á 71. mínútu með sínu 30. marki í A-deildinni og er vinstri bakvörðurinn þar með orðinn markahæsti varnarmaðurinn í sögu deildarinnar. Fór hann upp fyrir goðsögnina Paolo Maldini sem skoraði 29 mörk fyrir sama lið á sínum tíma.
Rafael Leao sneri svo taflinu við fimm mínútum síðar og tryggði AC Milan sigurinn.
AC Milan er í sjöunda sæti með 31 stig og Como er í 16. sæti með 19 stig.