Skrifaði undir í Madríd

Ásdís Karen Halldórsdóttir fagnar marki með Lilleström.
Ásdís Karen Halldórsdóttir fagnar marki með Lilleström. Ljósmynd/Lilleström

Knattspyrnukonan Ásdís Karen Halldórsdóttir skrifaði í dag undir samning við spænska félagið Madrid CFF, eftir að hafa gengist undir læknisskoðun.

Samningurinn er til hálfs þriðja árs, eða til sumarsins 2027.

Hún kemur þangað frá Lilleström í Noregi þar sem hún lék á síðasta tímabili, en fram að því á Íslandi með Val og KR. Með Lilleström lék hún 21 leik í úrvalsdeildinni og skoraði í þeim fjögur mörk.

Hún hef­ur af og til verið í landsliðshópi Íslands síðustu árin og lék sinn ann­an lands­leik gegn Banda­ríkj­un­um í októ­ber.

Madrid CFF er í níunda sæti af sex­tán liðum í 1. deild­inni á Spáni, efstu deild­inni þar í landi, þegar 14 um­ferðir hafa verið leikn­ar af 30 á yf­ir­stand­andi tíma­bili.

Ásdís, sem er 25 ára gömul, gæti þar með spilað sinn fyrsta leik á laugardaginn kemur þegar Madrid fær Valencia í heimsókn

Landsliðskon­an Hild­ur Ant­ons­dótt­ir leik­ur með Madríd­arliðinu en hún kom þangað í sum­ar frá Fort­una Sitt­ard í Hollandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert