Úr leik næstu vikurnar

Willum Þór Willumsson hefur leikið vel með Birmingham í vetur.
Willum Þór Willumsson hefur leikið vel með Birmingham í vetur. mbl.is/Hákon

Willum Þór Willumsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, spilar ekki með Birmingham City næstu vikurnar vegna meiðsla.

Hann tognaði í leik liðsins gegn Lincoln City í þriðju umferð bikarkeppninnar á laugardaginn og útlit er fyrir að hann missi af næstu fjórum leikjum liðsins í C-deildinni og mögulega leik Birmingham gegn úrvalsdeildarliði Newcastle í fjórðu umferð bikarsins 8. febrúar.

Willum var því ekki með Birmingham í kvöld þegar liðið vann Swindon, 2:1, á útivelli í 16-liða úrslitum bikarkeppni neðri deildanna. Alfons Sampsted spilaði hins vegar allan leikinn í vörn Birmingham.

Liðið er því áfram með í tveimur bikarkeppnum ásamt því að vera í efsta sæti C-deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert