Hollenski knattspyrnuþjálfarinn Erik ten Hag gæti tekið við stjórnartaumunum hjá þýska 1. deildarfélaginu Borussia Dortmund.
Ten Hag, sem er 54 ára gamall, hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Manchester United í október á síðasta ári en hann hefur síðustu vikur verið í ráðgjafahlutverki hjá Dortmund og aðstoðað þjálfara liðsins, Nuri Sahin.
Dortmund hefur ekki gengið vel á yfirstandandi tímabili en liðið er með 25 stig í 9. sæti deildarinnar, 14 stigum minna en topplið Bayern München.
Sky Sports í Þýskalandi greinir frá því að það sé orðið heitt undir Sahin og ten Hag gæti þá tekið við að tyrkneska stjóranum sem hefur ekki mikla reynslu af þjálfun.