Belgar reka landsliðsþjálfarann

Domenico Tedesco.
Domenico Tedesco. AFP/John Thys

Domenico Tedesco hefur verið sagt upp störfum sem þjálfara belgíska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Það er ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu en Tedesco tók við stjórnartaumunum hjá Belgum frá því í febrúar árið 2008.

Belgar féllu úr leik í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Þýskalandi síðasta sumar eftir tap gegn Frakklandi, 1:0, í Düsseldorf. 

Belgar unnu 12 leiki af 24 undir stjórn Tedesco, gerðu sex jafntefli og töpuðu sex leikjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert