Georgíski knattspyrnumaðurinn Khvicha Kvaratskhelia var í kvöld kynntur til sögunnar sem nýr leikmaður frönsku meistaranna París SG.
Frakkarnir kaupa hann af Napoli á Ítalíu og samningur hans við félagið er til ársins 2029.
Kvaratskhelia, sem hefur verið talinn í hópi bestu knattspyrnumanna Evrópu síðustu ár er 23 ára gamall kantmaður og sló í gegn þegar Napoli varð ítalskur meistari vorið 2023. Félagið keypti hann sumarið 2022 af Dinamo Batumi í Georgíu en hann hafði áður leikið með Rubin Kazan í Rússlandi og var laus þaðan við innrás Rússa í Úkraínu, samkvæmt tilskipan FIFA.
Hann skoraði 28 mörk í 85 leikjum með Napoli í ítölsku A-deildinni og alls 30 mörk í 107 mótsleikjum.
Með Kvaratskhelia í aðalhlutverki komst Georgía óvænt í lokakeppni EM á síðasta ári en hann hefur skorað 17 mörk í 40 landsleikjum fyrir þjóð sína.
Paris Saint-Germain is thrilled to welcome Khvicha Kvaratskhelia! The 23-year-old winger, set to wear the iconic number 7, becomes the first Georgian player in the club’s history.#WelcomeKvara ❤️💙 pic.twitter.com/K9mKyxK9vT
— Paris Saint-Germain (@PSG_English) January 17, 2025