Skaut föstum skotum á Neymar

Neymar hefur ekki náð sér á strik í Sádi-Arabíu.
Neymar hefur ekki náð sér á strik í Sádi-Arabíu. AFP

Jorge Jesus, knattspyrnustjóri Al-Hilal í Sádi-Arabíu, skaut föstum skotum að Neymar, sóknarmanni liðsins, á dögunum.

Neyma, sem er 32 ára gamall, er að glíma við meiðsli og var ekki skráður í leikmannahóp Al-Hilal fyrir seinni hluta tímabilsins í Sádi-Arabíu.

Gekk til liðs við félagið frá París SG sumarið 2023 en hefur engan vegin náð sér á strik í Sádi-Arabíu og verið mikið meiddur.

Kominn yfir sitt besta

„Hann mun ekki getað tekið þátt í leikjum okkar í deildarkeppninni en hann getur þó spilað með liðinu í Meistaradeild Asíu,“ sagði Jesus í samtali við ESPN.

„Sádiarabíska deildin er ein sú sterkasta í heimi og allir leikmenn liðsins gætu spilað fyrir félagslið í Evrópu. Neymar er ekki á þeim stað sem hann var áður á. Hann er kominn yfir sitt besta skeið.

Hann hefur átt í erfiðleikum en hann er samningsbundinn Al-Hilal. Það er undir honum sjálfum komið og félaginu líka, hvað hann vill gera. Ég veit ekkert hvað framtíð hans ber í skauti sér,“ bætti Jesus við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert