Alli skrifar undir á Ítalíu

Dele Alli mun skrifa undir 18 mánaða samning hjá Como.
Dele Alli mun skrifa undir 18 mánaða samning hjá Como. AFP/David Berding

Enski knattspyrnumaðurinn Dele Alli mun skrifa undir samning hjá ítalska félaginu Como á morgun. Félagaskiptamógúllinn Fabrizio Romano greinir frá þessu.

Alli, sem er 28 ára, hefur verið að æfa með Como síðasta mánuðinn og mun nú fá 18 mánaða samning hjá félaginu. Spánverjinn Cesc Fabregas stýrir Como.

Alli var síðast á mála hjá Everton í ensku úrvalsdeildinni en samningur hans við félagið rann út síðasta sumar.

Síðustu ár hefur Alli glímt við ýmis meiðsli og persónuleg vandamál utan vallar sem hafa haldið honum frá vellinum. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka