Bayern í góðri stöðu á toppnum

Bayern er á toppnum með 45 stig.
Bayern er á toppnum með 45 stig. AFP/Lukas Barth-Tuttas

Bayern München styrkti stöðu sína á toppi þýsku 1. deildarinnar er liðið hafði betur gegn Wolfsburg, 3:2, í dag.

Bayern tók forystuna á 20. mínútu þegar Leon Goretzka skoraði. Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Mohamed El Amine Amoura metin fyrir Wolfsburg.

Frakkinn Michael Olise kom Bæjurum aftur fyrir á 39. mínútu. Staðan því 2:1 fyrir Bayern í hálfleik.

Goretzka innsiglaði sigur Bayern með sínu öðru marki á 62. mínútu. Amoura náði að minnka muninn í 3:2 á 88. mínútu. Lokaniðurstaðan því 3:2-sigur Bayern. 

Úrslitin þýða að Bayern er á toppnum með 45 stig, sjö stigum á undan Bayer Leverkusen sem á leik til góða í öðru sæti. Wolfsburg er í sjöunda sæti með 27 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka