Barcelona gerði 1:1-jafntefli á móti Getafe í efstu deild spænska fótboltans í dag. Þetta er fjórði leikur Barcelona í deildinni án sigurs en síðasti sigurinn kom gegn Mallorca í byrjun desember.
Frakkinn Joules Koundé skoraði mark Barcelona en Mauro Arambarri gerði mark Getafe.
Úrslitin þýða að Barcelona er áfram í þriðja sæti með 39 stig, fimm stigum frá Atlético Madrid á toppnum. Getafe er í 16. sæti með 20 stig.