Karius kominn til Þýskalands

Loris Karius er gengin til liðs við Schalke.
Loris Karius er gengin til liðs við Schalke. AFP/Justin Tallis

Þýski knatt­spyrnu­markvörður­inn Lor­is Karius er genginn til liðs við Schalke í 2. deild í heimalandinu.

Karius gerði samning út tímabilið við félagið en fyrir það hafði hann verið án félags frá júlí 2024 þegar samningur hans við Newcastle rann út. Áður en hann gekk til liðs við Newcastle var hann leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

 Schalke féll úr 1. deild á síðasta tímabili og er núna í 13. sæti í 2. deild með 21 stig eftir 18 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka