Cecilía Rán Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hélt marki sínu hreinu eina ferðina enn í ítölsku A-deildinni í dag þegar Inter Mílanó lagði Como að velli, 1:0.
Hún hefur þar með haldið markinu hreinu í meira en helmingi leikja sinna í A-deildinni á þessu tímabili, sjö sinnum í þrettán leikjum, en lið Inter hefur fengið langfæst mörk á sig af öllum liðum, eða alls átta í fimmtán leikjum í vetur.
Inter er í öðru sæti með 34 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Juventus og virðist vera eina liðið sem getur veitt Juventus keppni um meistaratitilinn í vetur.